Afskekkt og náttúran alltumlykjandi

Birta yrkir og teiknar jöfnum höndum og rekur auk þess …
Birta yrkir og teiknar jöfnum höndum og rekur auk þess bókaútgáfu. Ljósmynd/Anna Maggý

„Öll þessi ljóð komu til mín eftir að ég flutti á Patreksfjörð. Ég er búin að búa hér í eitt og hálft ár,“ segir skáldið Birta Ósmann Þórhallsdóttir. Hún segir að smám saman hafi orðið til svolítið safn af ljóðum sem töluðu saman og úr varð ljóðabókin Spádómur fúleggsins sem kom út síðastliðið haust. Birta rekur einnig bókaútgáfuna Skriðu, sem áður var til húsa á Hvammstanga þegar hún bjó þar.

Það er mikil náttúra í þessu ljóðasafni og segist Birta alltaf hafa sótt mikið í náttúruna, bæði þegar hún bjó á höfuðborgarsvæðinu og nú eftir að hún er flutt á Vestfirði. Hún var einmitt að koma inn af skíðum þegar blaðamaður sló á þráð til hennar. Þá sé nálægðin við hafið, sjómennskan sem einkennir Patreksfjörð og náttúruöflin henni hugleikin.

„Þessi ljóð eru úrvinnsla á því að vera flutt hingað vestur, sem er svolítið afskekkt og náttúran er einhvern veginn alltumlykjandi. Þegar maður er að kynnast nýjum stað þá...