Dýrt húsnæði er ekkert grín

Sólsetur í Tókýó og fjallið Fuji. Þar tókst lengi vel …
Sólsetur í Tókýó og fjallið Fuji. Þar tókst lengi vel að halda góðu jafnvægi á framboði og eftirspurn með því að frelsa húsbyggingageirann. Allar borgir ættu að reyna að forðast öra hækkun fasteignaverðs. AFP

Eftir margra ára samningaviðræður og vangaveltur erum við Youssef orðnir nokkurn veginn sammála um hvernig okkur langar að hafa draumaheimilið.

Helst myndum við vilja eiga netta íbúð í stórborg, þó með rúmgóðum svölum þar sem mætti koma fyrir tvöföldum sólbekk, grilli og jafnvel heitum potti til að hafa það huggulegt. Við þurfum ekki marga fermetra og okkur nægir lítil stofa og meðalstórt hjónaherbergi, helst með innangengan fataskáp. Við viljum japanskt skipulag á baðherberginu og hátækniklósett sem spúlar bossann. Eldhúsið þarf að vera vel loftræst, því ég á það til að brasa svo að heimilið fyllist af reyk. Hyggilegast þætti okkur að sleppa því að hafa gestaherbergi til að losna við heimsóknir frá vinum og ættingjum í tíma og ótíma. Stór geymsla er líka óþarfi, og það veltur á aðstæðum hvort íbúðinni þurfi að fylgja bíla- eða reiðhjólageymsla.

Við þurfum alls ekki mikið pláss eða margar hirslur og faktískt væri það feikinóg – fyrir mína parta – að búa...