Rússar gætu brátt valdið miklu áfalli

Úkraínskur hermaður kveður fallinn félaga sinn sem borinn var til …
Úkraínskur hermaður kveður fallinn félaga sinn sem borinn var til grafar í Lvív fyrr í þessari viku. Mannfall í átökunum er gríðarlegt. AFP

Eftir gott gengi Úkraínumanna á öðrum ársfjórðungi 2022 í Karkív og Kerson eru Rússar farnir að sækja í sig veðrið á ný. Undanfarnar tvær vikur hafa verið þær blóðugustu til þessa – í stríði hvar manntjón hefur frá fyrstu stundu átaka verið mikið í báðum fylkingum. Gera má ráð fyrir að átökin eigi enn eftir að harðna á næstunni með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu.

Varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksí Resnikov, segir Rússland hafa kallað til „mun fleiri“ hermenn en 300 þúsund, telur hann töluna vera nærri 500 þúsund. Eru þessir menn nú sagðir streyma yfir landamærin í miklum mæli og er það liður í að undirbúa stórsókn rússneska hersins á komandi dögum og vikum. Á sama tíma er ljóst að Kænugarður er einnig að undirbúa stórsókn og eiga vopn og orrustuskriðdrekar Vesturlanda að gegna þar lykilhlutverki. Sá munur er þó á fylkingunum að Moskvuvaldið býr yfir meiri fjölda manna til að kasta á stríðsbálið og fleiri hermenn eru...