Elti NORAD hátækni eða bara himnarusl?

Joe Biden Bandaríkjaforseti brást skjótt við óþekktum loftförum yfir Bandaríkjunum …
Joe Biden Bandaríkjaforseti brást skjótt við óþekktum loftförum yfir Bandaríkjunum og Kanada. Enginn veit þó um hvað var að ræða. AFP

Vafalaust leynist sannleikurinn þarna úti. En hann er þó ekki enn kominn í ljós því varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna (e. Pentagon) hefur ekki upplýst hvað það var sem orrustuþotur skutu nýverið niður yfir ríkjunum Alaska og Michigan í Bandaríkjunum og fylkinu Yukon í Kanada. Hefur einungis verið talað um „óþekkt loftför“ (e. UFO) auk fjórða skotmarksins sem var háloftabelgur frá Kína, en hann mætti örlögum sínum undan ströndum Suður-Karólínu.

Eins er ekki vitað af hverju NORAD-loftvarnakerfið, sem Bandaríkin og Kanada standa sameiginlega að, greinir skyndilega öll þessi loftför. Líklega er það þó vegna Kínabelgsins en frá komu hans hafa loftvarnasveitir fínstillt tæki sín og lúslesið himininn.

Eftirlitsgeta íslenska loftvarnakerfisins er sambærileg og hjá öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) enda kerfið hér hluti af samþættu loftvarnakerfi NATO. Í ljósi þessa óskaði Morgunblaðið eftir upplýsingum frá...