Ógöngur á of mörgum sviðum

Það eru töluverð tíðindi fyrir okkur hér á höfuðborgarsvæðinu þegar morgunsólinni tekst loks að gægjast með geislana yfir Bláfjöllin. Og þótt varla sjáist út úr augum, þá dugar vitneskjan ein um það sem sólin getur, verið til hjálpræðis og hressingar. Hvernig svo sem viðrar í framhaldinu og hversu brattar og ólíkindalegar sem hópferðir lægðanna verða næstu vikur og hvort veðurspár hljóma vel eða illa er með þessari tilkynningu ljóst að góan er væntanleg, og þótt hún sé dyntótt, og henni fylgi veðurfarslegar tiktúrur, þá er það úr þessu viðráðanlegt og stendur stutt. Þetta er nefnt, þótt öllum sé ljóst, að þetta litla kraftaverk hér á mölinni rís ekki undir sólarkaffi, eins og tíðkast þar sem náttúruöfl eru dramatískari.

Spilað á gangverk samningaferlis

Það hefur ekki verið sérlega gleðiríkt að horfa á spilverkið í aðdraganda kjarasamninga á almennum markaði, nú upp á síðkastið. Allt byrjaði þetta svo sem þokkalega, miðað við stöðuna í landinu....