Þessi agalega ríka þörf

Farþegar ganga fram hjá nýrri háhraðalest sem mun tengja Barselóna …
Farþegar ganga fram hjá nýrri háhraðalest sem mun tengja Barselóna við Lyon. Það gengur hægt að bæta lestarinnviði Evrópu og er kannski ekkert svo sniðugt að þrengja jafnt og þétt að flugsamgöngum í álfunni. AFP

Þegar kemur að forræðishyggju og afskiptasemi á metnaður franskra stjórnvalda sér engin takmörk. Nýjasta uppátækið var að banna skyndibitastöðum að selja mat og drykk í einnota umbúðum til þeirra viðskiptavina sem borða á staðnum. Þeir sem taka matinn með sér eða fá hann sendan heim mega áfram fá frönsku kartöflurnar í pappírsvasa og gosið í vaxhúðuðu pappamáli með plastloki en viðskiptavinir sem setjast til borðs þurfa aftur á móti að fá máltíðina í margnota umbúðum. Er markmiðið með þessu að draga úr pappírs- og plastúrgangi svo að bjarga megi plánetunni.

Um er að ræða lítinn anga af umfangsmikilli umhverfisverndarlöggjöf sem ríkisstjórn Emmanuels Macrons kom í gegn árið 2020.

Framkvæmd laganna hefur ekki gengið vandræðalaust fyrir sig og hefur útheimt töluverð útgjöld og umstang fyrir veitingastaðina. Hjá samlokukeðjunni Pret A Manger, sem hingað til hefur ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að umhverfismálum og samfélagslegri ábyrgð, tók það meira en ár að...