Á Indlandi er Adani alls staðar

Síðasta haust var Gautam Adani næstríkasti maður heims en í …
Síðasta haust var Gautam Adani næstríkasti maður heims en í dag þarf hann að róa lífróður til að bjarga viðskiptaveldinu sem hann byggði upp á fjórum áratugum. AFP

Auðvitað á ekki að dæma bókina eftir kápunni, en þegar ég skrifa pistla um nafntogaða einstaklinga hef ég það fyrir reglu að styðjast ekki einvörðungu við ritaðar heimildir heldur finna líka upptökur af viðtölum til að átta mig betur á manneskjunni. Hvernig fólk talar og ber sig getur sagt mér heilmikið.

Fyrir röskum mánuði mætti indverski viðskiptajöfurinn Gautam Adani í viðtal hjá YouTube-rás tímaritsins India Today, en svo skemmtilega vill til að í byrjun þessa árs eignaðist viðskiptaveldi Adani ráðandi hlut í móðurfélagi tímaritsins. Er viðtalið það skrítnasta sem ég hef séð.

Adani, sem er stofnandi og stærsti hluthafi Adani Group, hefur á sér yfirbragð manns sem kallar ekki allt ömmu sína – kannski er það myndarlegt yfirvaraskeggið eða voldugar augabrúnirnar – en í upptökuverinu átti hann greinlega í mestu vandræðum með að tala frá hjartanu, og svaraði spurningum þáttastjórnandans í stuttum bútum með löngum hléum á milli. Á meðan sat spyrillinn...