Íslendingar axli ábyrgð í vörnum

Þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion svífa inn til …
Þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion svífa inn til lendingar í Hvalfirði með landgönguliða. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Nauðsynlegt er að ræða af alvöru hvort stofna eigi íslenskan her til að tryggja öryggi og varnir landsins til framtíðar. Ekki sé lengur hægt að útvista vörnum Íslands til annarra þjóða sem á sama tíma hafa margvíslegra annarra hagsmuna að gæta. Samstarf við bandalagsríki verður þó eftir sem áður mikilvægt.

Þetta segir Arnór Sigurjónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu og sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum til 40 ára. Hann segir skorta mjög yfirvegaða umræðu um varnarmál hér á landi sem og þekkingu og áhuga meðal stjórnmálamanna. Alþingi geti ekki lengur forðast umræðu um varnir landsins, nú þegar vopnuð átök hafa staðið yfir í Evrópu sl. 12 mánuði.

„Öryggisástandið í Evrópu og heiminum öllum hefur sjaldan verið verra en einmitt nú. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar þurfum að taka öryggismál fastari tökum, en sökum fyrri starfa hef ég ekki getað tjáð mig um það opinberlega. Nú er ég...