Rekkjan bíður konungsins

Konunglega svefnherbergið í Westminster þar sem Karl konungur mun hugsanlega …
Konunglega svefnherbergið í Westminster þar sem Karl konungur mun hugsanlega sofa. AFP

Konungleg rekkja, sem geymd er í Westminsterhöll, þinghúsinu í Lundúnum, gæti hugsanlega loks þjónað því hlutverki, sem henni var ætlað að gegna, rúmlega einni og hálfri öld eftir að hún var smíðuð, þegar Karl III konungur Bretlands verður krýndur í maí.

Aldalöng hefð var fyrir því að konungur Bretlands svæfi í Westminsterhöll nóttina fyrir krýningu áður en hann flytti í hina eiginlegu konungshöll. Brugðið var út af þessari hefð þegar Hinrik áttundi var krýndur á 16. öld en tveimur öldum síðar var hún endurvakin þegar Georg IV var krýndur árið 1821. Rekkjan, sem hann svaf í nóttina fyrir krýninguna, eyðilagðist hins vegar í eldsvoða í breska þinghúsinu árið 1834.

Ný rekkja var smíðuð árið 1858. Mark Collins, sagnfræðingur sem hefur sérhæft sig í sögu breska þingsins, segir við AFP-fréttastofuna, að hún hafi þó aldrei verið notuð í tengslum við krýningu þjóðhöfðingja. Rekkjan var tekin í sundur og sett í geymslu meðan á síðari...