Lítil umræða í breyttum veruleika

Bandarískir landgönguliðar sjást hér æfa í Hvalfirði. Tóku svifnökkvar og …
Bandarískir landgönguliðar sjást hér æfa í Hvalfirði. Tóku svifnökkvar og brynvagnar m.a. þátt. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ástand öryggismála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi hefur gjörbreyst sl. 12 mánuði, eða frá upphafi innrásar Rússlands í Úkraínu. Brýnt er að öryggis- og varnarmál séu rædd hér á landi af alvöru og án tilfinninga. Þekkingarleysi og upphrópanir hafa einkennt umræðuna of lengi. Slíkt er beinlínis skaðlegt.

Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann undrast áhuga- og þekkingarleysi margra kjörinna fulltrúa á málaflokknum.

„Ég sé því hvergi haldið fram, annars staðar en hér á Íslandi, að öryggisástand á Norður-Atlantshafi sé ekki gjörbreytt frá því sem var fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Öll umræða mótast svo af þessum fullyrðingum sem á sama tíma stangast á við þá umræðu sem á sér stað bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Mér finnst gjörsamlega óskiljanlegt hvernig menn geta haldið fram svona röngum fullyrðingum,“ segir Baldur og bætir við að á sama tíma sé Atlantshafsbandalagið (NATO)...