Hvað á að gera við ruglaða hægrið?

Hinn raðlygni George Santos glottir í sæti sínu á Bandaríkjaþingi.
Hinn raðlygni George Santos glottir í sæti sínu á Bandaríkjaþingi. AFP

Það sést langar leiðir að George Santos er ekki með öllum mjalla og eftir á að hyggja er erfitt að skilja hvers vegna kjósendur sáu ekki í gegnum hann.

Santos bauð sig fram fyrir hönd Repúblíkanaflokksins í síðustu þingkosningum vestanhafs, í þriðja kjördæmi New York-ríkis, og sigraði fulltrúa Demókrata með 53,7% atkvæða. Sigurinn var ekki lítið afrek enda hafa Demókratar verið ráðandi í þessu kjördæmi síðan um miðjan sjöunda áratuginn, ef undan er skilið tíu ára tímabil þar sem Repúblíkananum Peter T. King tókst að ríghalda í fulltrúaþingsæti kjördæmisins. Í síðustu forsetakosningum fékk Biden 54% atkvæða í kjördæminu, og þegar Santos bauð sig fram á sama stað árið 2020 tapaði hann með 43,5% atkvæða.

Virtist sigur Santosar jafnvel til marks um að nýtt skeið kynni að vera að renna upp hjá Repúblíkanaflokkinum, enda er Santos ekki nema 34 ára gamall og fjölbreytileikinn holdi klæddur: ættaður frá Brasilíu, ljósbrúnn á hörund og að auki samkynhneigður. Með sigrinum...