Verkefni sprottið af ást beint frá hjartanu

Morgunblaðið/Óttar

Þetta hefur verið frábært fyrsta ár, en vissulega fylgja margar áskoranir því að stofna fyrirtæki,“ segir Safa Jemai, eigandi Mabrúka, fyrirtækis sem flytur hingað til lands og selur krydd frá Túnis, heimalandi hennar.

Mabrúka fagnar eins árs afmæli á morgun. „Ég er svo lánsöm að hafa öflugt stuðningsnet í kringum mig, bæði hér heima og úti í Túnis. Við erum sjö í teyminu okkar, hér heima, ég og maðurinn minn, Ívar Guðmundsson, og Kelechi Anna Hafstað, en í Túnis eru það mamma mín og bróðir minn Yosri og tvær konur sem við bættum nýlega við. Mabrúka hefur því vaxið frá því við fórum af stað fyrir ári. Fyrir mig hefur verið frábært að finna hversu vel fólk á Íslandi tekur á móti nýsköpun og nýjum hugmyndum. Íslendingar eru tilbúnir að prófa nýtt og þeir elska að hlusta á sögur á bak við nýjar vörur. Hér á landi er mikill áhugi fyrir fersku lífrænt ræktuðu hráefni beint frá bændum og þannig er það einmitt með kryddið okkar, það er...