Sumir eru sannkallaðir risar

Saga Moët rekur sig aftur til ársins 1743 og er …
Saga Moët rekur sig aftur til ársins 1743 og er því í hópi elstu kampavínshúsa. Ljósmynd/Victor Grigas

Á liðnu ári var kampavíni tappað á 320 milljónir flaskna og sú tala ein og sér gefur ákveðna mynd af því hversu umsvifamikil framleiðslan í Champagne-héraðinu er. Um 16 þúsund ræktendur eru starfandi á svæðinu en langflestir þeirra selja þrúgur sínar eða safa af vínekrunum áfram til stórfyrirtækja sem framleiða gríðarlegt magn kampavíns á hverju ári. Stærri vínhúsin framleiða nokkrar milljónir flaskna á ári og eru vörumerki þeirra þekkt um allan heim.



Moët gnæfir yfir alla aðra


Eitt fyrirtæki ber þó höfuð og herðar yfir öll hin og það er Moët & Chandon. Undir því merki (ásamt lúxusmerkinu Dom Perignon) eru framleiddar um 35 milljónir flaskna á ári eða um 11% allrar framleiðslu héraðsins og gerir það fyrirtækið að langsamlega stærsta kampavínsframleiðanda heimsins. Moët & Chandon er raunar hluti af mun stærra fyrirtæki sem sérhæft hefur sig í framleiðslu og...