Keisarinn, Jay-Z og kampavínið

Jay-Z heilsar hér Harry, hertoga af Sussex, yngri syni Karls …
Jay-Z heilsar hér Harry, hertoga af Sussex, yngri syni Karls ríkisarfa í Bretlandi. Eiginkonur þeirra, Meghan Markle, hertogaynja af Sussex og Beyoncé Knowles, söngkona, standa þeim við hlið. AFP

Rappsenan í Bandaríkjunum er fjölskrúðug. Þar rís einn listamaður sennilega upp yfir aðra. Jay-Z er talinn í hópi allra áhrifamestu listamanna samtímans og áhrif hans einskorðast ekki aðeins við tónlistina. Mörg fyrirtæki sem hann hefur átt aðkomu að hafa farið með himinskautum og haft hefur verið á orði að allt verði að gulli sem hann komi nálægt.

Sömuleiðis hefur hann í ríkum mæli valið sér umgjörð sem vísar til hins dýra málms. Þar eru drykkjarföngin engin undantekning. Í gegnum tíðina hefur hann rappað um dálæti sitt á kampavíni og hann er smekkmaður því hann drekkur ekki hvað sem er í þeim efnum. Um langt árabil virtist hann aðeins dreypa á hinu fokdýra Cristal sem kemur úr smiðju Louis Roederer í Reims.

Cristal-kampavínið er einstakt í útliti og þykir sömuleiðis í hópi …
Cristal-kampavínið er einstakt í útliti og þykir sömuleiðis í hópi höfugustu drykkja af þeirri tegund. AFP

Það er þó eflaust ekki aðeins hin silkimjúka áferð og bragð sem ráðið hefur drykkjarvalinu. Flaskan sem Roderer selur Cristal í er engu lík. Hún á sér auk þess...