Moët með mikla yfirburði

Moët er vinsælasta kampavín í heimi. Fyrirtækið er m.a. stuðningsaðili …
Moët er vinsælasta kampavín í heimi. Fyrirtækið er m.a. stuðningsaðili Golden Globe-verðlaunanna sem veitt voru nýverið. Ljósmynd/AFP

Alls seldust 15.740 lítrar af kampavíni í Vínbúðunum á liðnu ári. Jókst salan um 1.351 lítra sem jafngildir 9,4% aukningu.

Langmesta hlutdeild einstakra framleiðenda hafði kampavínshúsið Moët & Chandon sem seldi 6.849 lítra af framleiðslu sinni undir vörumerkjunum Moët og Dom Pérignon. Það jafngildir 43,5% hlutdeild sem verður að teljast afar sterkt. Fyrirtækið er raunar stærsti kampavínsframleiðandi í heimi og framleiðir um 35 milljónir flaskna á ári á markaði sem telur ríflega 300 milljónir flaskna. Salan hér á landi svarar því til 0,03% af heildarframleiðslu Moët & Chandon.

Langvinsælasta einstaka varan í flokki kampavíns í Vínbúðunum var 750 ml flaska af Moët Brut Imperial og seldust 3.530 lítrar af því, samanborið við 3.260 lítra í fyrra. Þetta sama vín er hins vegar selt í tvenns konar öðrum umbúðum, 1,5 lítra eða magnum-flöskum og svo í 200 ml flöskum. Þær raða sér í...