„Það er óveðursský yfir Íslandi“

Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Viku gjaldþrota og uppsagna var að ljúka þegar blaðamaður settist niður með Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Samhliða niðursveiflu og óvissu í ferðaþjónustu stefnir í verkföll en fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá mun að óbreyttu nálgast 8.500 í vor.

„Það eru óveðursský yfir Íslandi. En við höfum það í hendi okkar að taka ákvarðanir í dag sem gera það að verkum að það verði bjartari tíð; efnahagsstaðan batni og atvinnulífið dafni. Efnahagslegri endurreisn Íslands er lokið. Hún er yfirstaðin og hún tókst vonum framar. Nú þarf að efla samkeppnishæfni Íslands, fjárfesta í vexti framtíðar, draga úr álögum á fyrirtæki og tryggja aðgang að lánsfé svo fyrirtæki geti fjárfest.

Staðan er að mörgu leyti sterk. Skuldir heimila eru til dæmis lágar í sögulegu samhengi. Ríkissjóður stendur vel. Nettóskuldir eru um 20% af landsframleiðslu. Fyrirtæki skulda minna en oft áður og erlend staða þjóðarbúsins er jákvæð um fjórðung af landsframleiðslu, sem er...