Hlutirnir hafa tilhneigingu til að fara vel

Rannveig hefur verið áberandi í íslensku atvinnulífi í þrjá áratugi …
Rannveig hefur verið áberandi í íslensku atvinnulífi í þrjá áratugi eða svo; fyrst sem talsmaður og síðan forstjóri álversins í Straumsvík en hún var fyrsta konan sem settist í stól forstjóra stórfyrirtækis á Íslandi árið 1997. Morgunblaðið/RAX

Það var hvorki auðvelt né sjálfsagt fyrir Rannveigu Rist að mæta í viðtalið sem hér fer á eftir. „Ég hef alltaf verið svolítil Greta Garbo þegar kemur að einkalífinu,“ trúir hún mér fyrir þegar fundum okkar ber saman fyrsta daginn sem hún er í veikindaleyfi frá starfi sínu sem forstjóri ISAL í Straumsvík. Hún upplýsti á föstudaginn fyrir rúmri viku að hún væri á leið í veikindaleyfi fram á haust að ráði hjartalæknis.

Rannveig hefur verið áberandi í íslensku atvinnulífi í þrjá áratugi eða svo; fyrst sem talsmaður og síðan forstjóri álversins í Straumsvík en hún var fyrsta konan sem settist í stól forstjóra stórfyrirtækis á Íslandi árið 1997. Fyrir vikið er hún alvön samskiptum við fjölmiðla og er reglulegur gestur í ljósvaka- og prentmiðlum. Það hefur þó fyrst og síðast verið til að ræða málefni álversins sem er hluti af einum stærsta álframleiðanda í heimi, Rio Tinto. Miklu minna hefur farið fyrir manneskjunni Rannveigu enda hefur hún...