„Vaða um líf hans á skítugum skónum“

Bubbi Morthens tók lagið þegar forsalan hófst á söngleiknum Níu …
Bubbi Morthens tók lagið þegar forsalan hófst á söngleiknum Níu líf fyrr á árinu, en söngleikurinn byggir á lífshlaupi hans. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Sýningin heitir Níu líf og við erum með átta leikara sem túlka líf Bubba á sviðinu, en sá níundi er svo Bubbi sjálfur, uppi í Kjós með súrdeigsbrauð og bros á vör,“ segir Ólafur Egill Egilsson, höfundur og leikstjóri sýningarinnar Níu líf sem Borgarleikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu í kvöld kl. 20. 

Halldóra Geirharðsdóttir túlkar Egó-Bubba og Hjörtur Jóhann Jónsson er Edrú-Bubbi …
Halldóra Geirharðsdóttir túlkar Egó-Bubba og Hjörtur Jóhann Jónsson er Edrú-Bubbi í Bubbasöngleiknum Níu líf. Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Sýningin byggir á ótrúlega fjölbreyttu lífshlaupi tónlistarmannsins Bubba Morthens og leikur tónlist hans eðlilega stórt hlutverk í uppfærslunni. Leikararnir átta eru Rakel Björk Björnsdóttir sem er Ungi-Bubbi, Aron Már Ólafsson Gúanó-Bubbi, Björn Stefánsson Utangarðs-Bubbi, Hjörtur Jóhann Jónsson Edrú-Bubbi, Esther Talia Casey Ástfangni-Bubbi, Jóhann Sigurðarson Góðæris-Bubbi, Valur Freyr Einarsson Sátti-Bubbi og Halldóra Geirharðsdóttir Egó-Bubbi. Blaðamaður Morgunblaðsins settist niður með Halldóru og leikstjóranum fyrr í vikunni til að heyra um tilurð sýningarinnar.

...