Lausaféð er mjög fljótt að þorna upp

Hótelin standa frammi fyrir hruni í eftirspurn vegna kórónuveirunnar. Bakslagið kemur á viðkvæmum tíma. Mörg hótelin hafa verið í uppbyggingu og horfa nú fram á annað áfallið á einu ári, ári eftir fall WOW air. Fjölda hótela verður lokað í varúðarskyni en hætt er við gjaldþrotum.

Framboð á hótelgistingu hefur stóraukist síðustu ár. Hefur það haldist í hendur við stóraukið flugframboð og stöðuga fjölgun ferðamanna fram að falli WOW air. Með því hefur kerfislægt mikilvægi ferðaþjónustunnar aukist en jafnframt áhættan fyrir þjóðarbúið af alvarlegu bakslagi.

Fyrir fimm árum, í ársbyrjun 2015, voru 96 hótel á landinu, þar af 38 á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt talningu Hagstofunnar. Alls voru um 6.030 herbergi á landinu, þar af 3.400 á höfuðborgarsvæðinu.

Ætla má að mikill meirihluti herbergja á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í miðborg Reykjavíkur.

Hótelin voru orðin alls 159 í janúar á þessu ári og voru þar af 58 á höfuðborgarsvæðinu. Með því...