Heilu fjölskyldurnar hafa einangrað sig

Skólastarf er mjög takmarkað nú vegna útbreiðslu kórónuveiru.
Skólastarf er mjög takmarkað nú vegna útbreiðslu kórónuveiru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Staða þessara barna er mikið áhyggjuefni. Á sama tíma berast okkur þau tíðindi að foreldrarnir hafi einnig lokað sig af. En þeir segja; ef ég veikist þá höfum við ekkert bakland hér á landi,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til foreldra og barna af erlendum uppruna. Hefur þessi hópur einangrast mjög undanfarið vegna útbreiðslu kórónuveiru hér á landi. Er svo komið að tekið er að fjara undan tengslum þessara barna við skóla sína. Hafa skólastjórnendur meðal annars lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa í samtölum sínum við Morgunblaðið síðustu daga.

„Við ætlum að setja á laggirnar sérstaka vakt í kringum þennan hóp. Ástandið er ekki að breytast á næstunni og ljóst að skólahald verður með takmörkunum eftir páska. Það skiptir gríðarlega miklu máli að halda góðum tengslum og vita hvað þau eru að gera svo fólk hellist ekki úr lestinni,“ segir...