Hafa haldið þétt um skólamálin

Leik- og grunnskólum er enn haldið opnum þótt þar sé …
Leik- og grunnskólum er enn haldið opnum þótt þar sé starfið afar takmarkað. mbl.is/Hari

„Skólakerfið hefur síðastliðnar vikur staðið frammi fyrir gríðarmiklum áskorunum og það var mikil og flókin framkvæmd að halda því gangandi. Ég er því afskaplega stolt af öllum þeim sem komu að þessari mikilvægu vinnu og hvernig til hefur tekist,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið.

Samkomubann tók gildi á Íslandi 16. mars síðastliðinn vegna mikillar útbreiðslu kórónuveiru. Á sama tíma var framhaldsskólum og háskólum lokað og tekin upp fjarkennsla. Leik- og grunnskólum er enn haldið opnum þótt þar sé starfið takmarkað og í verulega breyttri mynd. Um þetta hefur verið fjallað hér í Morgunblaðinu og á mbl.is og meðal annars rætt við skólastjórnendur um þær áskoranir sem skólarnir standa nú frammi fyrir. Í máli þeirra var einkum lögð mikil áhersla á velferð og góð tengsl við nemendur. Undir þetta tekur menntamálaráðherra.

„Vellíðan og virkni nemenda skiptir öllu máli á tímum sem þessum. Að uppi...