„Þetta svæði verður dauðs manns gröf“

Verslunarmenn við Laugaveg hafa margir þurft að skella í lás …
Verslunarmenn við Laugaveg hafa margir þurft að skella í lás vegna ástandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kórónuveiran og aðgerðir stjórnvalda til að hefta útbreiðslu hennar hafa gjörbreytt ásýnd og verslun við Laugaveg í Reykjavík. Þar sem eitt sinn var fjölbreytt mannlíf og ferðamenn í hópum eru nú fáir á ferli og auð bílastæði.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, undrast að Reykjavíkurborg leggi sig ekki meira fram við að bæta aðgengi að verslunargötunni og auðvelda þannig kaupmönnum að ná til viðskiptavina. Nefnir hún í því samhengi m.a. breytta akstursstefnu á hluta Laugavegar sem tók gildi í maí 2019. Segir hún borgina eiga að gera Laugaveg að einstefnu á ný enda hafi einkabíllinn styrkt stöðu sína mjög nú þegar fólk forðast almenningssamgöngur og fjölmenni.

„Þegar borgin sneri einstefnunni á sínum tíma var það hrein og klár ögrun við kaupmenn. Og það sér ekki nokkur maður tilganginn með þessari aðgerð. Það eina sem hún gerir er að rugla fólk og búa til stjórnleysi að ástæðulausu,“ segir Vigdís og bætir við að hún hafi lagt til fulla opnun...