Landinn málar og leggur parket

Löng biðröð var við allar byggingarvöruverslanir bæjarins í gær. Þessi …
Löng biðröð var við allar byggingarvöruverslanir bæjarins í gær. Þessi hópur stóð fyrir utan Bauhaus. mbl.is/Íris

Forsvarsmenn BYKO vænta þess að geta strax nú um mánaðamótin tekið þá 125 starfsmenn sem á dögunum fóru á hlutabætur hjá Vinnumálastofnun aftur inn á launaskrá í fullu starfshlutfalli. Góð sala hefur verið í verslunum fyrirtækisins að undanförnu og ljóst að margir hafa nýtt slakann í yfirstandandi samkomubanni til framkvæmda á heimilum sínum. Aukist hefur til dæmis sala á málningu, gólfefnum eins og dúkum og parketi, verkfærum og árstíðatengdum vörum umfram það sem áætlað hafði verið.

„Í heild er þó nokkur samdráttur í sölu milli ára en staðan er samt sem áður betri en við reiknuðum með,“ segir Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO, í samtali við Morgunblaðið.

Panta, sækja og senda

Þegar stjórnvöld gáfu út fyrirmæli um ráðstafanir vegna kórónuveirunnar var gripið til ráðstafana hjá BYKO; afgreiðslutími í búðum styttur og þeim stærstu skipt upp. Verslunin í Breiddinni í Kópavogi er nú fjögur hólf og samanlagt mega ekki...