Fylgjast náið með Isavia og Icelandair Group

Katrín Jakobsdóttir settist niður með blaðamanni Morgunblaðsins vegna stöðunnar í …
Katrín Jakobsdóttir settist niður með blaðamanni Morgunblaðsins vegna stöðunnar í efnahagsmálum. mbl.is/Árni Sæberg

Það er í mörg horn að líta hjá stjórnvöldum þessa dagana. Aðgerðapakki tvö hefur litið dagsins ljós og forsætisráðherra er afdráttarlaus með að fleiri pakkar séu í bígerð. Á sama tíma fylgjast stjórnvöld náið með stöðu mála hjá kerfislega mikilvægum fyrirtækjum á borð við Icelandair Group og Isavia.

Að lokinni kynningu nýs aðgerðapakka ríkissjóðs settist Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra niður með blaðamanni og fór yfir stöðu mála sem hefur breyst dag frá degi allt frá því að kórónuveiran gerði sig heimakomna hér á landi. Katrín segir að þótt faraldurinn sé í rénun hér á landi muni ríkisstjórnin kynna fleiri aðgerðir til sögunnar á komandi vikum og mánuðum.

Hvers vegna var ráðist í þessar aðgerðir á þessum tímapunkti?

„Við erum að skoða hvar eldarnir brenna. Það stefnir í 15% atvinnuleysi, þannig að stóru áherslurnar nú eru að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Við komum að einhverju leyti til móts við stóru fyrirtækin í fyrri...