Veiran sé ekki nýtt í pólitískum tilgangi

Nær enginn var á ferli í miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir …
Nær enginn var á ferli í miðbæ Reykjavíkur þrátt fyrir gott veður. Vill borgarstjóri nú gefa gangandi meira svigrúm með lokunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Okkar reynsla af öllum þessum lokunum er hreint út sagt skelfileg. Þetta kemur mjög illa við okkur og má sem dæmi nefna að sala hefur verið 20 prósent minni í allan vetur en veturinn á undan,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, annar eigenda Máls og menningar við Laugaveg í Reykjavík.

Mjög hefur verið rætt um stöðu miðbæjarins að undanförnu og óánægju kaupmanna með götulokanir, þrengingar og breytta akstursstefnu um Laugaveg. Segja þeir Reykjavíkurborg ekki hlusta á áhyggjur sínar og að breytingarnar séu til þess fallnar að skaða rekstur fyrirtækja. Um nýliðna helgi viðraði borgarstjóri svo þá hugmynd að loka enn frekar fyrir bílaumferð í miðborginni svo gangandi vegfarendur gætu virt svokallaða tveggja metra reglu.

Þá sagði borgarstjóri þetta myndu styrkja rekstur verslana og veitingastaða þar sem kaupmönnum yrði gefið færi á að útvíkka starfsemi sína út á götur og gangstéttir.

Arndís Björg Sigurgeirsdóttir.
Arndís Björg Sigurgeirsdóttir. mbl.is/RAX