„Ekkert annað en rakalaus della“

Götulokanir í miðbæ Reykjavíkur komust aftur í umræðuna eftir ummæli …
Götulokanir í miðbæ Reykjavíkur komust aftur í umræðuna eftir ummæli borgarstjóra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Borgarstjóri hefur borið það upp við sóttvarnalækni hvort grípa eigi til götulokana í Reykjavík til að tryggja nálægðarreglu almannavarna. Í samtali við Morgunblaðið segist Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ekki hafa skoðun á því hvort loka eigi fyrir bílaumferð í miðbænum eða ekki.

„Við höfum ekki sérstaka skoðun á því hvernig menn útfæra þær tillögur sem við komum með,“ segir hann og bætir við: „Ef menn vilja loka götum, þá er það bara þeirra mál.“

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins hafa stigið fram í samtölum við Morgunblaðið og sagt borgarstjóra vera að nýta sér kórónuveiruna í pólitískum tilgangi til að loka fyrir bílaumferð um fleiri götur. Undir þetta sjónarmið tekur einnig Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins.

„Að mínu mati er bara verið að nýta sér ástandið og nota það sem yfirskin. Það að hafa spurt sóttvarnalækni sýnir að verið sé að reyna að finna fólk sem almenningur treystir til...