„Ég lít bara á þessar aðgerðir sem valdníðslu og ofríki“

„Ég mun á þriðjudag leggja fram tillögu í borgarstjórn þess efnis að fallið verði frá boðuðum lokunum á Laugavegi, Vegamótastíg og Skólavörðustíg. Enda er þessi tillaga stórskrítin og ber merki þess að borgarstjóri verði að hafa síðasta orðið í þessu máli, en á sama tíma hafa kaupmenn verið að rembast við að hafa opið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar hún í máli sínu til þess að á fundi skipulags- og samgönguráðs, sem haldinn var 29. apríl síðastliðinn, var samþykkt tillaga að þremur göngugötum; á Laugavegi frá Klapparstíg að Ingólfsstræti; á Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu og á Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugavegi. Var tillaga þessi samþykkt með fjórum greiddum atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en henni hefur nú verið vísað til borgarráðs.

„Við sáum nú öll hvernig borgarstjóri ætlaði...