Vorið sem varð að vetri

Fjölskylda Tariqs Abu Ziads kemur saman til málsverðar við sólarlag …
Fjölskylda Tariqs Abu Ziads kemur saman til málsverðar við sólarlag í föstumánuðinum ramadan í rústum heimilis síns í bænum Ariha í Idlib-héraði í Sýrlandi. Heimili þeirra var eyðilagt í árás stjórnarhersins og bandamanna hans á bæinn og þau flúðu burt. Myndin var tekin í byrjun mái þegar fjölskyldan sneri aftur í rústirnar. AFP

Skömmu eftir uppreisnina í Túnis vatt sér stúdent inn á skrifstofu Noahs Feldmans, prófessors við Harvard, og bað hann að koma með sér að aðstoða við að semja nýja stjórnarskrá í landinu. Feldman hefur nú sent frá sér bókina Arabíski veturinn þar sem hann fjallar um það sem gekk upp í Túnis í kjölfar arabíska vorsins og fór aflaga annars staðar. Í bókinni er dregin upp dökk mynd og undirtitill hennar er harmleikur, en um leið segir Feldman að arabíska vorið sýni hvað fólk er tilbúið að leggja á sig til að öðlast rétt til sjálfsákvörðunar þrátt fyrir möguleikann á að gera mistök.

Þegar arabíska vorið hófst 2011 litu margir svo á eða vonuðu að um væri að ræða framhald á atburðunum 1989 þegar almenningur reis upp, Berlínarmúrinn féll og Sovétríkin liðuðust í sundur, en þær vonir urðu fljótt að engu. Hvað fór úrskeiðis? Í nýútkominni bók sinni, The Arab Winter: A Tragedy (Arabíski veturinn: Harmleikur, útg. Princeton), fjallar Noah Feldman, prófessor við lagadeild...