Stærstur hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu á móti götulokunum

Meirihlutinn í Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á göngugötur í …
Meirihlutinn í Reykjavík hefur lengi lagt áherslu á göngugötur í miðbænum. Morgunblaðið/Eggert

Stærstur hluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu segist andvígur því að Laugavegur, Bankastræti og Skólavörðustígur verði gerðar að göngugötu allt árið um kring. Eins segist stór hluti íbúa vera ólíklegri til að heimsækja miðborg Reykjavíkur ef áðurnefndar götur yrðu gerðar að göngugötu allt árið um kring. Eru þetta niðurstöður könnunar Maskínu sem gerð var fyrir Miðbæjarfélagið dagana 3.-12. mars sl. Könnunin var lögð fyrir slembiúrtak úr þjóðgátt Maskínu, sem er hópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá, og voru svarendur 925 á aldrinum 18-75 ára af höfuðborgarsvæðinu.

Gunnar Gunnarsson, talsmaður Miðbæjarfélagsins í Reykjavík, segir þessa niðurstöðu ekki koma sér á óvart.

„Við finnum greinilega fyrir því að almenningur er að átta sig á að ástandið á Laugavegi og neðri hluta Skólavörðustígs er að verða ólíðandi enda eru neikvæðar afleiðingar götulokana nú að koma betur í ljós,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið og bætir við að fólk kjósi í æ ríkari...