Hvarf óvænt með allri sinni áhöfn

Kafbáturinn var afhentur til herþjónustu árið 1934 og hannaður til …
Kafbáturinn var afhentur til herþjónustu árið 1934 og hannaður til aðgerða fjarri heimahöfn í lengri tíma. Ljósmynd/Wikipedia.org

Franski kafbáturinn Surcouf var stærstur sinnar tegundar í heiminum, af beitiskipagerð og vopnaður tveimur öflugum fallbyssum, tundurskeytum og útbúinn flugskýli. Báturinn var í þjónustu franska sjóhersins í síðari heimsstyrjöld og eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Frakkland fór hann í hendur frjálsra Frakka. Aðfaranótt 19. febrúar 1942 hvarf kafbáturinn skyndilega með allri áhöfn og nú 78 árum síðar er enn ekki með fullu vitað um ástæðu þess.

Framkvæmdir hófust við smíði Surcouf í flotasmíðastöð í Normandí í Frakklandi í júlí 1927. Um tveimur árum seinna var skrokkurinn að mestu tilbúinn og báturinn afhentur til herþjónustu 16. apríl 1934. Kafbáturinn var hannaður til þess að vera lengi á hafi úti og fjarri heimahöfn. Ljóst er að bátur þessi var engin smásmíði samanborið við kafbáta seinni heimsstyrjaldar; 110 metrar að lengd, 9 metrar á breidd og hafði getu til að sigla allt að 18.500 kílómetra á yfirborðinu. Ólíkt flestöllum öðrum kafbátum hafði Surcouf tvær öflugar...