Bryntröllið sem átti að breyta stöðunni á vígvellinum

Þessir Jagdtiger-bryndrekar tilheyrðu 512. herfylki.
Þessir Jagdtiger-bryndrekar tilheyrðu 512. herfylki. Ljósmynd/Bundesarchiv

Jagdtiger, þýskt bryntröll sem sérstaklega var hannað til að granda skriðdrekum, var þyngsti brynvagn seinni heimsstyrjaldar til að fara í fjöldaframleiðslu. Tæki þetta vó 71 tonn, var vopnað gríðaröflugri 128 millimetra fallbyssu og átti að þola skæðustu högg óvinar. Mikil þyngd og tíð tæknivandamál drógu hins vegar verulega úr getu þessa stríðsvagns á vígvellinum.

Þörfin fyrir öfluga skriðdrekabyssu vaknaði í kjölfar erfiðrar reynslu þýska hersins á Austurvígstöðvunum. Árið 1943 höfðu Þjóðverjar komist í kynni við hina öflugu 122 millimetra fallbyssu Sovétmanna og var þegar óskað eftir sambærilegri byssu í vopnabúr Þriðja ríkisins. Eftir nokkra þróun og tilraunir kom framleiðandinn Krupp með lausnina; 12,8 sentimetra Pak 44. Fallbyssukúla og púðurhleðsla voru í tvennu lagi sem þýddi að stjórnendur byssunnar gátu notað hana sem stórskotaliðsbyssu og skriðdrekabana. Létt og miðlungshleðsla skaut sprengikúlu á um 880 m/s í átt að skotmarki sínu en þung púðurhleðsla, sem...