Mótaðist mikið af misheppnaðri stjórnarmyndun

„Það kann vel að vera að við þurfum að herða …
„Það kann vel að vera að við þurfum að herða aðgerðir enn frekar en í þessu máli hefur leiðarljós okkar allan tímann verið skýrt; að forgangsraða heilbrigði þjóðarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Það líður að lokum þessa kjörtímabils, eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnti þjóðina á í liðinni viku þegar hún boðaði til kosninga að hausti á næsta ári. Þvert á spádóma hefur ríkisstjórnarsamstarfið gengið áfallalaust fyrir sig þótt vissulega hafi stundum kastast í kekki, en svo tók heimsfaraldurinn hina pólitísku dagskrá í sínar hendur. Allt verður gert til að halda veirunni í skefjum en við blasir að efnahagsendurreisnin verður efst á blaði það sem eftir lifir kjörtímabils.

Í vikunni kynntir þú tillögu þína um kjördag á næsta ári, hinn 25. september 2021. Var snúið að semja um dagsetninguna?

„Nei, alls ekki. Fyrir okkur í ríkisstjórninni lá þetta nokkuð beint við. Á Íslandi er kjörtímabilið fjögur ár og hefðin hefur verið sú að kjósa að vori. Það gerðist hins vegar fyrir nokkrum árum að það var kosið oftar en venja er og kjördagur færðist til. Það var þess vegna ekki sjálfgefið hvenær ætti að kjósa næst þegar drægi að lokum...