Enginn vandi að búa með rafbíl

Tómas áætlar að rekstrarkostnaður rafmagnsbílsins sé einn áttundi af kostnaðinum …
Tómas áætlar að rekstrarkostnaður rafmagnsbílsins sé einn áttundi af kostnaðinum við að reka sambærilegan bensínbíl. Viðhaldsþörfin undanfarin átta ár hefur verið sáralítil og ódýrt að fylla rafhlöðurnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Tómas Kristjánsson segir sögur um biðraðir við hleðslustöðvar og hálfslappar rafhlöður á köldum dögum ekki eiga við nýjustu rafbíla. Fyrstu rafbílarnir voru ekki jafn fullkomnir og ekki með jafn öflugar rafhlöður og þeir bílar sem eru á markaðinum í dag, og enginn vandi að t.d. ferðast hringinn um landið á rafmagninu einu saman.

„Það á t.d. við um bíla með 75-100 kWst rafhlöðu að það eru bílar sem ætti að vera nóg að hlaða einu sinni í viku miðað við venjulegan innanbæjarakstur,“ segir Tómas en hann er formaður Rafbílasambands Íslands og stoltur eigandi 9 ára gamals Nissan Leaf sem hann flutti inn til landsins árið 2012. Rafbílasambandið er hagsmunasamtök rafbílaeigenda og hefur allt frá stofnun leitast við að greiða leið rafbíla, fræða og hjálpa eigendum þeirra með ýmsum hætti.

Miklu ódýrari í rekstri

Það sem kveikti áhuga Tómasar á rafbílum var lítill rekstrar- og viðhaldskostnaður. „Miðað við verðið á rafmagni á Íslandi er hver ekinn...