Mörg sóknarfæri eru út úr kreppunni

Árni Sigurjónsson, formaður SI, boðar tíðindi á Iðnþingi sem hefst …
Árni Sigurjónsson, formaður SI, boðar tíðindi á Iðnþingi sem hefst á föstudaginn kemur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Árni Sigurjónsson var kjörinn formaður Samtaka iðnaðarins síðastliðið vor. Á föstudaginn kemur, 18. september, fer fram Iðnþing í skugga kórónukreppunnar. Árni segir mörg tækifæri bíða í iðnaði sem gegnt geti mikilvægu hlutverki í hinni efnahagslegu endurreisn. Því skjóti skökku við að húsakostur Tækniskólans sé óviðunandi. Þá aðstöðu þurfi að bæta til að Íslendingar geti tryggt aukna verðmætasköpun í iðnaði á komandi áratugum.

Spurður hvaða áherslur hann hafi sett á oddinn í framboðinu sínu til embættisins sl. vor segir Árni að þá þegar hafi verið blikur á lofti vegna veirunnar, þótt hann hafi ekki órað fyrir því að áhrifin yrðu svo djúpstæð. Fyrir vikið hafi áherslurnar litast af brýnasta verkefni þessara óvissutíma; að verja afkomu fólks og fyrirtækja í landinu og vernda grunnstoðir samfélagsins.

„Sú reynsla og þekking sem ég bjó yfir eftir fjögurra ára setu í stjórn SI var mikilvæg að mati margra félagsmanna. Þeir skoruðu því á mig að gefa...