Sýndi af sér einstakt hugrekki yfir Bretlandi

Hermaður stendur sjónpóst á húsþaki í Lundúnum. Í bakgrunni má …
Hermaður stendur sjónpóst á húsþaki í Lundúnum. Í bakgrunni má sjá hina stórkostlegu St. Paul´s-dómkirkju. Myndin er tekin þegar orrustan um Bretland fór fram. Ljósmynd/Imperial War Museum

Áttatíu ár eru nú liðin frá flugorrustunni um Bretland sem náði hámarki 15. september 1940 þegar 500 þýskar flugvélar fóru yfir Ermarsundið til að gera loftárásir á Lundúnir. Flugmenn breska flughersins (RAF) mættu stórsókn Þjóðverja af miklu hugrekki og fyrstu tíu daga orrustunnar, 8. til 18. ágúst, höfðu þeir grandað nærri 700 þýskum flugvélum. Á sama tíma misstu Bretar um 150 vélar. Einungis einn flugmaður var sæmdur Viktoríukrossi, æðsta heiðursmerki sem veitt er breskum hermönnum, fyrir framgöngu sína í orrustunni; hinn 23 ára gamli James Brindley Nicolson. 

Þegar flugher Þriðja ríkisins (Luftwaffe) hóf árásir sínar á Bretland í ágúst 1940 höfðu Þjóðverjar þegar náð sex ríkjum á sitt vald í styrjöldinni; Póllandi, Frakklandi, Danmörku, Noregi, Hollandi og Belgíu. Nú skyldi stefnt að innrás í Bretland en áður en það gat átt sér stað þurftu flugmenn Luftwaffe að veikja breska flotann og sjá til þess að flugher Breta gæti ekki beitt sér að neinu marki gegn...