CBD, er það eitthvað út á skyr?

Henry Kristófer Harðarson, Eyjapeyi og atvinnumaður í ísknattleik í Óðinsvéum …
Henry Kristófer Harðarson, Eyjapeyi og atvinnumaður í ísknattleik í Óðinsvéum í Danmörku, selur CBD-olíu, læknisfræðilega kannabisafurð, ásamt liðsfélaga sínum, hinum rússneska Kirill Kabanov. Ljósmynd/Aðsend

„Fyrirtækið er skráð í London vegna löggjafar hér, en svo vildi til að ég þekki lögmann sem aðstoðaði okkur við að koma fyrirtækinu á fót í Bretlandi. Til þess að reka þetta hér þyrftum við að hafa leyfi stjórnvalda til að selja læknisfræðilegar kannabisafurðir sem er gríðarlega flókið ferli.“

Svona lýsir Henry Kristófer Harðarson, 26 ára gamall Vestmannaeyingur og atvinnumaður í ísknattleikum, eða íshokkí, í Danmörku upphafi fyrirtækisins MEON sem hann starfrækir með rússneskum liðsfélaga sínum, Kirill Kabanov.

Heyrt um CBD-olíu

MEON selur svokallaða CBD-olíu, sem er afurð kannabisjurtarinnar og hefur víða um heimsbyggðina getið sér góðan orðstír sem kvalastillandi lyf við íþróttameiðslum. CBD er eitt af fjölmörgum virkum efnum plöntunnar og algengasti kannabínóðinn á eftir THC eða tedrahýdrókannabínóli, sem hins vegar er hin þekkta vímuafurð plöntunnar.

...