Lenti á Íslandi í snarvitlausu veðri

Sveinn, Beth og ættmóðirin Maria eru þrjár kynslóðir Filippseyinga, en …
Sveinn, Beth og ættmóðirin Maria eru þrjár kynslóðir Filippseyinga, en konurnar komu hingað fyrir um þrjátíu árum og eru giftar íslenskum mönnum. Þær hafa aðlagast vel samfélaginu; kuldanum og fámenninu. Morgunblaðið/Ásdís

Um þúsund Filippseyingar búa á Íslandi og þar af eru margir þeirra á Akureyri. Morgunblaðið skrapp norður í land og náði tali af Filippseyingum af þremur kynslóðum; ættmóðurinni Mariu, mömmunni Beth og syninum Sveini.

Það var boðið upp á kaffi og vínarbrauð einn fallegan sunnudagseftirmiðdag heima hjá Bethsaidu Cisneros Arnarson, oftast kölluð Beth. Þar var einnig stödd föðursystir hennar, Maria Evangeline Bjarnason, sem hún lítur á sem aðra móður sína. Sonur Beth, Sveinn Arnar Hafsteinsson, er einnig mættur, fulltrúi ungu kynslóðarinnar og sá eini sem fæddur er á Íslandi, en hann á íslenskan föður.

Konurnar tvær fluttu til Íslands fyrir um þrjátíu árum; fyrst Maria og nokkrum árum síðar Beth. Báðar giftust þær íslenskum mönnum og hafa unað hag sínum vel á Íslandi alla tíð síðan. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvað varð til þess að þær rifu sig upp frá lífinu á Filippseyjum og fluttu nánast eins langt og hægt var frá heimalandinu, alla leið til norður til...