Dásamlegt að eiga fólk til liðs

Séra Geir Waage og Dagný Emilsdóttir í innri stofunni á …
Séra Geir Waage og Dagný Emilsdóttir í innri stofunni á nýju heimili sínu í Reykholti. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Séra Geir Waage lætur af störfum sem sóknarprestur í Reykholti um áramótin eftir 42 ár í embætti en eiginkona hans, Dagný Emilsdóttir, hætti sem móttökustjóri Snorrastofu um síðustu áramót. Á þessum tímamótum er þeim þakklæti efst í huga enda hefur mikil uppbygging átt sér stað í Reykholti á þeirra vakt. Hjónin eru flutt í nýtt hús á staðnum enda geta þau hvergi annars staðar hugsað sér að vera. 

Það er lognið á undan storminum á þessum síðasta nóvembermorgni ársins 2020. Eða er kannski alltaf svona lygnt í Reykholti? Snorri stendur sperrtur á stalli sínum milli kirknanna, eins og til að tengja saman gamla tíma og nýja, og lætur sér hvergi bregða. Það er þó ekki skáldið og sagnaritarinn sem ég er kominn til að finna heldur presthjónin fráfarandi, séra Geir Waage og Dagný Emilsdóttir, sem senn skila af sér búi eftir meira en fjóra áratugi í embætti.

Hjónin eru flutt úr prestssetrinu, þannig að ég bjalla í klerk til að fá vegvísun. Nýja heimilið...