Stúdíóið gerir Ísland eftirsótt

Baltasar Kormákur hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir.
Baltasar Kormákur hefur mörg járn í eldinum um þessar mundir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Kvikmyndagerðarmaðurinn Baltasar Kormákur hefur að vanda mörg járn í eldinum. Kvikmyndaver hans, Reykjavík Studios, hefur verið fullbókað í kórónuveirufaraldrinum, meðal annars vegna verkefna fyrir streymisveituna Netflix. Þá undirbúa samstarfsmenn Baltasars hjá fasteignaþróunarfélaginu Spildu uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í Gufunesi, nærri kvikmyndaverinu, með vorinu. Baltasar segir faraldurinn hafa skapað mikið tækifæri fyrir Íslendinga í kvikmyndagerð, ef rétt verður á málum haldið.

Þegar ViðskiptaMogginn náði tali af Baltasar fyrir jól var hann að ljúka verkefni fyrir Netflix. Vegna trúnaðar getur Baltasar ekki greint frá titlinum að sinni en kvikmyndin fer mögulega í sýningu næsta haust eða næstu jól.

Streymisveitan, sú stærsta í heimi, hefur sýnt efni með Íslendingum í ár. Má þar nefna Eurovision-myndina Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem tekin var á Húsavík, spennumyndina Murder Mystery, með Ólafi Darra Ólafssyni í aukahlutverki,...