Hryllingurinn á Ramree-eyju

Breskir hermenn sjást hér nálgast Ramree-eyju. Myndin er tekin á …
Breskir hermenn sjást hér nálgast Ramree-eyju. Myndin er tekin á innrásardaginn, 21. janúar 1945. Ljósmynd/Breski herinn

Snemma árs 1942 réðust japanskar hersveitir á eyjuna Ramree undan ströndum Mjanmar, þá Búrma, sem finna má á meginlandi Suðaustur-Asíu, og lögðu hana undir sig. Í janúar 1945 ákvað breska herstjórnin að endurheimta eyjuna enda hún talin mikilvæg landfesta fyrir flughersveitir Breta á svæðinu. Með aðstoð fallstykkja flotans tókst breskum hermönnum að ná fótfestu á tiltölulega skömmum tíma. Ákvaðu þá hundruð japanskra hermanna að hörfa og sameinast félögum sínum annars staðar á eyjunni í stað þess að leggja niður vopn sín. En til þess að komast þangað þurfti hópurinn að vaða í gegnum 16 kílómetra langt mýrlendi hvar sækrókódíllinn, stærsta skriðdýr heims, beið þeirra.

Fjallað er um bresku innrásina í tímaritinu Heimskringlu, sem gefið var út í Íslendingabyggðum í Winnipeg í Kanada, 20. júní 1945. Þar segir: „Fáeinum klukkustundum eftir að Bretar lentu við Ramree-eyju, 21. janúar s.l., sem var sameiginlegt áhlaup sjávar-, lofts- og landherja, var...