Á Jamaíka eru litir regnbogans daufir

Jamaíki minnir á erfiðleika samlanda sinna í mannréttindagöngu í Mexíkóborg …
Jamaíki minnir á erfiðleika samlanda sinna í mannréttindagöngu í Mexíkóborg árið 2008. Þar þarf hinseginfólk að þola ofbeldi og fordóma af ljótustu sort. ALFREDO ESTRELLA / AFP

Að sögn sjónarvotta tók það Dwayne Jones tvær klukkustundir að deyja þar sem hann lá blóðugur og brotinn á götunni í úthverfi Montego Bay.

Í skóla var Dwayne strítt fyrir að hegða sér stelpulega og þegar hann var fjórtán ára lét faðir hans sér ekki nægja að reka unglinginn að heiman heldur hvatti hann nágranna sína til að flæma strákinn úr hverfinu. Til að byrja með svaf Dwayne á ströndinni eða faldi sig í runnum til að fá að hvílast í friði en á endanum fann hann skjól í yfirgefnu húsi og kom sér þar fyrir með tveimur trans vinkonum sínum, þeim Keke og Khloe.

Þrátt fyrir mótlætið sem hann þurfti að þola lét Dwayne sig dreyma um að verða kennari eða finna sér starf í ferðamannaiðnaði eyjunnar. Hann langaði líka að verða skemmtikraftur, dáði Lady Gaga og tókst meira að segja eitt sinn að vinna í danskeppni.

Í júlí 2013 klæddi Dwayne sig í kvenmannsföt og fór með Keke og Khloe á skemmtistað þar sem hann dansaði við strákana sem vissu ekki betur en að Dwayne...