Mæta erfiðum viðskiptavinum í hermi

Sviðsmyndirnar þrjár felast í því að reyna að leysa farsællega …
Sviðsmyndirnar þrjár felast í því að reyna að leysa farsællega úr vanda mjög erfiðra viðskiptavina. Úr nokkrum kostum er að velja.

Hér á landi eru hafnar fyrstu tilraunir með þjálfun starsfólks með aðstoð sýndarveruleika. Það er ráðgjafar- og fræðslufyrirtækið Gerum betur sem stendur að verkefninu og er fyrsta útgáfa sýndarveruleikanámsefnisins til þess gerð að æfa afgreiðslufólk í samskiptum við erfiða viðskiptavini.

Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur, segir sýndarveruleika þegar hafa gefið góða raun við starfsmannaþjálfun erlendis og geti gjörbreytt aðferðum fyrirtækja við þjálfun á sviði þjónustu. „Wal-Mart-verslanakeðjan notar svipaða tækni með mjög góðum árangri til að þjálfa milljón starfsmenn sína um öll Bandaríkin. Hafa erlendar mælingar leitt í ljós að með þessari aðferð lærir starsfólk fjórum sinnum hraðar en ef kennt væri með hefðbundnum hætti í kennslustofu. Þá öðlast þau margfalt meira sjálfsöryggi í samskiptum við viðskiptavini.“

Stýra atburðarásinni

Í þjálfuninni er hermt eftir þremur kunnuglegum aðstæðum sem kunna að koma upp í...