Banaþúfa margra vaskra drengja

Á slysstað. Bandaríska sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ fórst 3. maí 1943 …
Á slysstað. Bandaríska sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ fórst 3. maí 1943 á Kasti við Fagradalsfjalli. 14 menn fórust, en stélskytta vélarinnar komst ein lífs af. Meðal þeirra sem týndu lífi var hershöfðinginn Frank M. Andrews, sem á þeim tíma var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu.

Eldgosið í grennd við Fagradalsfjall er í landi Hrauns við Grindavík, en mikla sögu er að finna á þessum slóðum. Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar fórust nokkrar flugvélar bandamanna í fjöllum Reykjanesskagans, ekki langt frá þar sem nú gýs. Við ströndina hafa orðið mörg sorgleg sjóslys, en mikil björgunarafrek líka verið unnin. Þá má nefna að Magnús Hafliðason, útvegsbóndi á Hrauni, fann þar bjarghring úr danska Grænlandsfarinu Hans Hedtoft í október 1959, rúmum átta mánuðum eftir að skipið fórst með allri áhöfn undan Hvarfi, suðurodda Grænlands.

Varð frægur á einum degi

Mynd Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara af Magnúsi bónda með bjarghringinn var á forsíðu Morgunblaðsins 9. október 1959 og önnur mynd á baksíðunni ásamt frétt Elínar Pálmadóttur blaðamanns um fundinn. Hringurinn er hið eina úr skipinu sem hefur fundist svo óyggjandi sé og vakti fréttin mikla athygli, bæði hér heima en einkum þó í Danmörku. Þar birtist myndin á forsíðum...