Enn deilt um dauða Napóleons

Málverk sem sýnir krýningu Napóleons Frakklandskeisara og Jósefínu keisaraynju í …
Málverk sem sýnir krýningu Napóleons Frakklandskeisara og Jósefínu keisaraynju í Notre Damdómkirkjunni í París árið 1804. Málverkið málaði Jacques Louis David og það er til sýnis í Louvre-safninu í París. AFP

Þótt tvær aldir séu liðnar frá því Napóleon Bónaparte Frakklandskeisari lést í útlegð á eyjunni St. Helenu í Suður-Atlantshafi eru enn harðar deilur um hvað hafi orðið honum að aldurtila.

Hin opinbera niðurstaða, sem breskir líkskoðarar gáfu út, var sú að Napóleon hefði látist af völdum magakrabba 5. maí 1821, 51 árs að aldri. En margir hafa dregið þá niðurstöðu í efa og eru fjölbreyttar og litríkar samsæriskenningar uppi um hvernig dauða keisarans fyrrverandi hafi í raun borið að höndum.

Eitur eða hármeðal?

Sú kenning, sem að sögn frönsku fréttastofunnar AFP nýtur mestrar hylli meðal samsæriskenningasmiða í Frakklandi, er að eitrað hafi verið fyrir Napóleon. Þar hafi verið annaðhvort að verki Bretar, sem höfðu Napóleon í haldi, eða einn af helstu trúnaðarmönnm hans, Charles de Montholon greifi. Hann hafi gengið erinda franskra konungssinna sem vildu ekki að keisarinn sneri aftur til Frakklands.

Vísindaleg stoð undir þessari...