Þurfum svigrúm til að mæta stórslysi

Starfsemi Landspítalans er umfangsmikil og jafnan eru sterkar skoðanir á …
Starfsemi Landspítalans er umfangsmikil og jafnan eru sterkar skoðanir á starfseminni. Morgunblaðið/Eggert

„Sjónarmið okkar lækna eru ákall úr grasrótinni,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum. Hann er í forsvari þeirra 985 lækna sem í síðustu viku afhentu fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins undirskriftir sínar, þar sem skorað er „á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu“, eins og komist var að orði.

Læknar telja mikilvægt að gefin fyrirheit um aukið fjármagn til alls heilbrigðiskerfisins verði efnd. Mikilvægt sé að koma með varanlegar lausnir í öldrunarþjónustu, samanber að á hverjum tíma dvelst á Landspítalanum fólk sem lokið hefur læknismeðferð, en ekki er hægt að útskrifa því ekki er í önnur hús að venda. Í raun stífli þetta allt gangvirki spítalans.

Læknar til meiri áhrifa

„Þó fjárveitingar til Landspítalans séu auknar sjáum við þess ekki stað. Því teljum við að hugarfarsbreytingu þurfi um rekstur spítalans. Læknar eru leiðtogar með hugmyndir og mikilvægt er að...