Verið þið sæl og takk fyrir allan fiskinn

Jeff Bezos er floginn út í geim og Andy Jassy …
Jeff Bezos er floginn út í geim og Andy Jassy tekinn við sem forstjóri hjá Amazon. AFP

Er ekki skrítið hvað milljarðamæringar hafa gaman af að streða?

Það þarf ekki að skrapa saman nema nokkrum milljónum dala til að geta sest í helgan stein og hringsólað um heiminn á fyrsta farrými með magann fullan af fínasta kampavíni og kavíar. Við hundrað milljóna dala markið getur fólk gert það sér að leik að safna málverkum eftir Picasso og komið sér upp heilu stóði af ofursportbílum. Þegar komið er yfir milljarðinn er nokkurn veginn tryggt að næstu tíu ættliðir munu geta lifað í vellystingum án þess að lyfta litlafingri. En samt virðast margir auðkýfingar heims kjósa að strita frá morgni til kvölds, langt fram á gamalsaldur, frekar en að njóta auðæfanna þann skamma tíma sem mannsævin varir.

Samkvæmt nýjustu útreikningum Forbes eru eignir Jeff Bezos metnar á nærri 207 milljarða dala nú þegar hann lætur af störfum sem forstjóri og gerist í staðinn stjórnarformaður Amazon. Væntanlega verður þessi breyting til þess að dagarnir hjá ríkasta manni heims verða ögn...