Skapar tækifæri við Hlemmtorgið

Sala á þúsundum fermetra af skrifstofuhúsnæði við Hlemm gæti skapað tækifæri fyrir fjárfesta til að innrétta íbúðir á eftirsóttu svæði.

Þetta er mat Magnúsar Árna Skúlasonar, framkvæmdastjóra Reykjavík Economics.

Ríkiskaup hafa óskað eftir tilboðum í nokkrar húseignir við Hlemm (sjá teikninguna hér til hliðar) sem eru samtals um 8.200 fermetrar.

Skal tekið fram að fleiri aðilar eiga eignarhluti í húsunum.

Umræddar eignir hafa hér verið settar inn á teikningu af fyrirhuguðu Hlemmtorgi en lokað verður fyrir bílaumferð að Hlemmi. Með því verður til eitt stærsta torg miðborgarinnar en ætlunin er að þar verði ýmis þjónusta í boði.

Nýr og endurgerður Hlemmur var tekinn í notkun fyrir nokkrum misserum en þar er nú mathöll.

Fram kom í ViðskiptaMogganum að fjárfestar hefðu keypt húsnæði hostelsins við Hlemm, á Laugavegi 105, fyrir 770 milljónir. Hyggjast þeir innrétta allt að 36 íbúðir.

Samgöngur skipta máli

...