Of mikið af alhæfingum

Pamela Innes, Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska vinna saman …
Pamela Innes, Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska vinna saman að því að rannsaka upplifun aðfluttra í byggðarlögum á landsbyggðinni. Verkefnið er stórt og tímafrekt. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Það er svo mikið af alhæfingum sem notaðar eru í umræðunni sem ekki eru byggðar á staðreyndum,“ segir Unnur Dís Skaptadóttir sem um þessar mundir vinnur að stóru verkefni ásamt tveimur kollegum sínum, Pamelu Innes og Önnu Wojtynska. Verkefnið hlaut meira en 110 milljóna króna styrk og snýr að því að rannsaka upplifun aðfluttra í bæjarfélögum á landsbyggðinni, bæði Íslendinga og útlendinga. 

Þrír fræðimenn vinna nú að verkefni sem snýr að því að rannsaka upplifun aðfluttra Íslendinga og erlendra innflytjenda af aðlögun í byggðarlögum á landsbyggðinni. Fræðimennirnir eru Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, Pamela Innes, dósent í mannfræði við Háskólann í Wyoming, Bandaríkjunum, og Anna Wojtynska, nýdoktor í mannfræði við HÍ.

„Við höfðum allar komið að rannsóknum á aðstæðum innflytjenda á Íslandi og vildum sameina krafta okkar í þessu verkefni,“ segir Unnur. „Ég og Pamela ákváðum að sækja...