Eins og að bregðast við stormi

Mynd úr frönsku gagnaveri. Stjórnendur þurfa að gefa tölvu- og …
Mynd úr frönsku gagnaveri. Stjórnendur þurfa að gefa tölvu- og netöryggismálum gaum áður en það er orðið of seint. AFP

Að minnsta kosti fjögur íslensk fjármálafyrirtæki urðu fyrir nokkuð umfangsmikilli netárás um helgina og hafði hún m.a. þær afleiðingar að á tímabili gátu sum fyrirtæki ekki tekið við greiðslukortum.

Kristján Valur Jónsson er tölvuöryggissérfræðingur hjá SecureIT og segir að um svokallaða álagsárás (e. DDoS) hafi verið að ræða og fer þannig fram að ótal tölvur og annar tæknibúnaður um allan heim eru virkjuð til að teppa tölvukerfi fórnarlambsins og gera þannig þjónustur viðkomandi óaðgengilegar eða ónothæfar. „Þeir sem gera slíkar árásir geta beitt nokkrum mismunandi aðferðum en markmiðið er alltaf að senda mikið magn gagnapakka á skotmarkið. Gagnamagnið er það mikið að vefþjónar, eldveggir, DNS-þjónar og ytri varnir þess sem árásin beinist gegn ráða ekki við álagið svo að kerfið annaðhvort liggur niðri eða að hægir svo mikið á umferðinni að viðskiptavinir og aðrir notendur komast ekki að. Má líkja þessu við það ef allir nemendur eins menntaskóla tækju stefnuna á sömu...