Í mínus 50 gráðum um jólin

Leiðangrar Arctic Trucks-manna um ísauðnir krefjast vandlegs undirbúnings sem hæglega …
Leiðangrar Arctic Trucks-manna um ísauðnir krefjast vandlegs undirbúnings sem hæglega getur orðið áralangur, svo sem þegar æft var í tvö ár fyrir ferð með Ferguson-dráttarvél á Suðurpólinn á dögunum.

„Þessi leiðangur, sem við Arnar Gunnarsson erum að fara í, gengur út á að aðstoða vélhjólaframleiðandann Royal Enfield,“ segir Jóhannes Guðmundsson, sem starfar á breytingaverkstæði og í ferðaþjónustu jeppafyrirtækisins Arctic Trucks á Íslandi, en þeir Arnar Gunnarsson, samstarfsmaður hans og bifvélavirki, eru staddir í Höfðaborg í Suður-Afríku, sem er þó aðeins nánast byrjunarreiturinn í þeim leiðangri, sem bíður þeirra næstu vikurnar, en Jóhannes og Arnar eru við sjötta mann á leið í mörg þúsund kílómetra leiðangur um Suðurskautslandið næstu vikurnar.

Segja má að starfsfólk Arctic Trucks hafi býsna marga fjöruna sopið í leiðöngrum á borð við þennan, en eins og fram kom í viðtali ViðskiptaMoggans við Herjólf Guðmundsson, þáverandi framkvæmdastjóra, í nóvember 2017 stóð fyrirtækið að fyrsta leiðangrinum á Suðurskautslandinu árið 1997 og hefur nú verið þar með samfellda starfsemi frá 2008, sem einkum tengist vísindarannsóknum og ferðamennsku.